Hvað er UNNO? 

UNNO Mith er spænskt meistaraverk hönnuðarins (og world cup downhill hjólarans) Cesar Rojo sem hefur hannað hjól fyrir Moondraker og Orbea t.d. Cesar ákvað að taka málin í sínar hendur og hanna hjól sem hann virkilega langaði í fyrir sjálfan sig og hjól sem hann trúði 100% á að myndi slá í gegn. Agressíft enduro rafhjól með besta búnaði sem til er á þeim tíma. Upphaflega hannaði hann hjólið fyir Bosch Gen5 motorinn sem var, og er flaggskip Evrópu í dag og einstaklega góður og vel hannaður mótor. 

Einn daginn vaknaði Cesar upp við óvæntan glaðning! DJI var skyndilega komið á fjallahjólamarkaðinn og stoppaði hann í framhaldi alla framleiðslu á carbon mótum og breytti MITH hjólinu til að taka við þessu nýja undri sem DJI avinox platformið er.  Með léttari búnaði sem tók minna pláss og bauð einnig uppá mun meira afl og stærri rafhlöðu en sambærileg kerfi.  Í framhaldi kom nýja UNNO MITH fram í dagsljósið sem nýjasta undur raf-fjallahjóla heimssins. Unno er lítið boutique fyrirtæki sem framleiðir í litlu upplagi og leggja áherslu á að uppfylla kröfur þeirra sem hafa mestu kröfurnar um gæði og sérstaklega vel valda íhluti. Við gætum blaðrað endalaust um sögu og þróun á þessu undratæki en í stuttu máli! KOMDU BARA OG PRÓFAÐU ÞETTA UNDRATÆKI og víð segjum þér alla söguna! 

Unno á Íslandi er í eigu Icebike Adventures  - við elskum fjallahjól! 

Perfection is
an attitude

We only produce high performance bikes.We double or even triple the industry's standards, resulting in a product that's not only screams quality in every edge of it, but also it's long lasting and ready for the wildest conditions.